Hlaupum saman

mbl.is 28.05.20

„Að hanna bol­inn fyr­ir kvenna­hlaupið 2020 var skemmti­legt verk­efni og mik­il­vægt. Það sem mér kom fyrst í hug þegar ég var að reyna að finna upp á slag­orði fyr­ir bol­inn og hlaupið var samstaða kvenna er hvað það er mik­il­vægt að kon­ur standi sam­an, hvetji hver aðra. Mér hef­ur oft fund­ist vanta sam­stöðu hjá kon­um en samstaða hjá körl­um er vel þekkt og er þeirri hug­mynd hampað víða í menn­ingu okk­ar,“ seg­ir Linda Björg Árna­dótt­ir, hönnuður og eig­andi Sc­in­tilla, í nýj­um pistli á Smartlandi: 

Bol­ur­inn í ár er fram­leidd­ur úr end­urunn­um efn­um, bæði bóm­ull og gervi­efn­um, og er þar verðið að leit­ast við að minnka kol­efn­is­spor fram­leiðslunn­ar.

Í aðdrag­anda verk­efn­is­ins las mér til um íþrótta­sögu kvenna. Þar kom fram að kon­um hef­ur verið var meinuð íþróttaiðkun meira og minna í allri mann­kyns­sög­unni eins og við þekkj­um hana. Þær kon­ur sem stundað gátu íþrótt­ir al­mennt í gegn­um sög­una voru af efri stétt­um og höfðu þær þess vegna meira frelsi. Íþrótt­ir voru lengi vel að mestu eða öllu leyti keppnisíþrótt­ir. Sú lík­ams­rækt­ar­bylt­ing alls al­menn­ings sem við höf­um verið vitni að síðastliðna ára­tugi er al­ger ný­lunda.

Árið 1949 birt­ist grein í Mánu­dags­blaðinu sem skrifuð var af konu. Þar eru kon­ur varaðar við því að stunda íþrótt­ir því þá muni þær missa sinn kven­lega ynd­isþokka. Þar seg­ir að kon­ur gætu mögu­lega stundað íþrótt­ir sér til skemmt­un­ar en ættu að halda sig frá hvers kon­ar keppni. Að það klæði ekki kon­ur að vera eins og karl­menn hvorki lík­am­lega né and­lega.

Þá þótti kven­legt að vera með ával­an lík­ama og mjúk­an en ekki vöðvastælt­an og harðan og það þótti fá­rán­legt og óhugs­andi að kon­ur væru sveitt­ar, móðar og más­andi.

Á þess­um tíma var vel skil­greint hvað var kven­legt og voru þær hug­mynd­ir í sam­hengi við þá staðreynd að kon­ur sátu ekki við sama borð og karl­ar.

Fyr­ir­sögn einn­ar grein­ar­inn­ar sem ég las á tíma­rit.is þar sem farið var yfir íþrótta­sögu kvenna var „ókristi­legt, ögr­andi og ókven­legt“ og er þar átt við kon­ur í keppnisíþrótt­um.

Það er áhuga­vert að skoða hvernig hug­mynd­ir um hvað telst vera kven­legt hafa breyst í gegn­um tíðina og sér­stak­lega eft­ir að kon­ur hófu skipu­lega jafn­rétt­is­bar­áttu.

Hug­mynd­ir um hvað okk­ur finnst vera kven­legt eða karl­mann­legt hafa þró­ast mikið á síðustu ára­tug­um. Með aukn­um rétt­ind­um kvenna hef­ur verið hægt að brjóta niður hverja staðalí­mynd á fæt­ur ann­arri. Þetta eru allt lærðar hug­mynd­ir sem hægt er að breyta.

Auk­in þátt­taka kvenna í íþrótt­um hafði áhrif á tísk­una. Fatnaður þróaðist frá því að vera þving­andi og þung­ur í að vera létt­ur og þægi­leg­ur. Mark­miðið var að gera hreyf­ingu sem auðveld­asta en það var al­ger­lega ný hug­mynd þegar kom að hönn­un kven­fatnaðar. Í dag kem­ur íþróttafatnaður og fer í og úr tísku eins og annað.

Þekkt­ar íþrótta­kon­ur hafa haft áhrif á tísk­una og kvení­mynd­ina með sín­um per­sónu­lega stíl.

Florence Griffith Joyner hlaupa­kona sem sló í gegn á Ólymp­íu­leik­un­um 1988 þegar hún setti heims­met í 100 og 200 metra hlaupi sem enn standa er tal­in vera fljót­asta kona allra tíma. Hún lagði mikið upp úr því að vera kven­leg sem var nýj­ung meðal íþrótta­kvenna. Hún vakti at­hygli vegna þess að hún var með málað and­lit og með lang­ar lakkaðar negl­ur í hlaup­um sín­um. Áhrif henn­ar má sjá meðal hlaupa­kvenna í dag meðal ann­ars hjá breska hlaup­ar­an­um Dina Asher-Smith.

Kvenna­hlaup ÍSÍ er aðgengi­legt og hægt er að hlaupa, labba eða fara með öðrum hætti nokkr­ar mis­mun­andi vega­lengd­ir. Mark­miði er að við ger­um þetta sam­an og að sem flest­ir taki þátt, bæði kon­ur og karl­ar og eng­inn sé skil­inn út und­an. Hlaup­um sam­an ég, þú og við!

Linda Björg Árnadóttir

Previous
Previous

Fegurðariðnaðurinn er afleiðing valdleysis kvenna

Next
Next

Leikhús tískunnar – Theatre de la Mode